Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 747 svör fundust

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

Nánar

Hvað eru deilitegundir?

Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...

Nánar

Hver fann upp tónlistina?

Enginn veit hver fann upp tónlistina, en víst er að hún hefur verið með mönnunum ótrúlega lengi. Sumir halda því meira að segja fram að tónlist sé ekki bundin við nútímamanninn Homo sapiens sapiens heldur hafi hún einnig verið til hjá öðrum tegundum manna. Í því samhengi er oft talað um svokallaða Neanderdalsflaut...

Nánar

Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?

Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? Til þess að...

Nánar

Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?

Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til. Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum...

Nánar

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

Nánar

Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?

Spurningin öll:Er það rétt að eftir síðari heimsstyrjöld hafi fæðst mun fleiri karlar en konur þangað til jafnvægi hafi verið náð milli kynja eftir þá fækkun karlmanna sem eðlilega var í heimsstyrjöldinni? Hver er skýringin ef þetta er rétt (ágætt væri að fá guðfræðilega jafnt sem náttúrufræðilega skýringu).Svarið...

Nánar

Hvernig varð fyrsti maðurinn til?

Einfalt svar við þessari spurningu er að það var aldrei til neinn fyrsti maður! Tegundir þróast mjög hægt og þess vegna hefði aldrei verið hægt að benda á einhvern tiltekinn mann og segja að hann hefði verið fyrsti maðurinn. Hér má bera saman höfuðkúpur simpansa (lengst til vinstri), hins upprétta manns (Hom...

Nánar

Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?

Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?

Frá sjónarhóli þróunarfræðinnar eru prímatar eða mannapar afar ungur hópur spendýra. Talið er að fyrstu "sönnu" prímatarnir hafi komið fram á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára eða stuttu eftir að risaeðlurnar dóu út. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög l...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?

Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...

Nánar

Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð? Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapu...

Nánar

Fleiri niðurstöður